Helstu upplýsingar

Helstu upplýsingar um leyfiskerfi KSÍ

Ætlað að bæta íþróttina á öllum sviðum

Það er kunnara en frá þurfi að greina að knattspyrnuíþróttin hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. Þær væntingar sem nú eru lagðar á knattspyrnufélög og koma frá stuðningsmönnum, félagsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, styrktaraðilum, fjölmiðlum, almenningi og yfirvöldum ríkis og sveitarfélaga eru ekki lengur eingöngu íþróttalegs eðlis. Starfsemi félaga í fremstu röð knattspyrnunnar líkist æ meir þjónustu fyrirtækis.

5_flokkur_Breidablik_2006Til þess að bregðast við þessari þróun ákvað Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) að koma á leyfiskerfi til þess að bæta íþróttina á öllum sviðum. UEFA ákvað að öll félög sem taka þátt í Evrópukeppni frá og með haustinu 2004 skuli hafa útgefið leyfi frá knattspyrnusambandi sínu. Í kerfinu verða félög að mæta lágmarkskröfum UEFA á 5 sviðum.

Knattspyrnusamband Íslands ákvað í kjölfarið að taka upp leyfiskerfi í efstu deild 2003 þannig að þau félög sem ynnu sér rétt til að leika í Evrópukeppni hefðu tilskilið leyfi KSÍ. Fyrir keppnistímabilið 2007 var leyfiskerfið síðan útvíkkað, þannig að það náði einnig til 1. deildar og undirgangast nú tvær efstu deildir Íslandsmóts karla kerfið. 

Leyfiskerfi KSÍ tekur mið af lágmarkskröfum UEFA nema þar sem UEFA hefur samþykkt undanþágu en undanþága er aðeins veitt til eins árs í senn.


Aðildarfélög
Aðildarfélög