Markmið

Hvers vegna leyfiskerfi?

Stefnt er að settum markmiðum

UEFAMarkmið fyrir UEFA og KSÍ

  • Frekari efling og sífellt meiri gæði á öllum sviðum knattspyrnu í Evrópu, ásamt aukinni áherslu á uppeldi ungra leikmanna.
  • Tryggja framvindu Evrópumóta félagsliða yfir keppnistímabilið.
  • Skapa betra samræmi milli félaga um alla Evrópu hvað varðar fjárhagslega, knattspyrnulega, lagalega, mannvirkjalega og stjórnunarlega þætti knattspyrnunnar.
  • Meiri gagnkvæmur skilningur á verkefnum og vandamálum þjálfara, leikmanna og dómara og átak til að bæta sífellt skilning á knattspyrnulögunum og háttvísi í leik.

Knattspyrnusamband ÍslandsMarkmið fyrir leyfiskerfi KSÍ

  • Þjálfun og umönnun ungra leikmanna í félögunum verði efld og sé ætíð í fyrirrúmi.
  • Tryggt sé að stjórnun og skipulag félags sé traust.
  • Efnahagsleg og fjárhagsleg staða félaga verði bætt, ímynd þeirra styrkt og trúverðugleiki aukinn, og áhersla lögð á að félögin standi skil á skuldbindingum sínum.
  • Áhorfendum og fjölmiðlum verði séð fyrir vel búnum, vel staðsettum og öruggum leikvöngum sem henta fyrir íslenskar aðstæður.
  • Minnka bilið milli efstu deildar og 1. deildar karla með því að auka gæðakröfur í 1. deild.


Aðildarfélög
Aðildarfélög