Lög og reglugerðir
Laugardalsvöllur

Ráðstefna um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta

Yfirmaður félagaskiptadeildar FIFA flytur erindi um ýmis mál

15.1.2013

Dagana 2.-3. febrúar mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta. Hingað til lands kemur Omar Ongaro sem er yfirmaður félagaskiptadeildar FIFA og mun hann flytja erindi um uppeldisbætur og samstöðubætur, auk þess að fjalla um veðmál og hagræðingu úrslita. 

Ráðstefnan er opin öllum og aðgangur er ókeypis.  Formenn og framkvæmdastjórar félaga eru þó sérstaklega hvattir til að mæta. Vinsamlegast boðið þátttöku með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.

Ráðstefna um félagaskiptamál og greiðslur vegna félagaskipta

Haldin í fræðslusetri KSÍ (3. hæð) 2.-3. febrúar 2013

Dagskrá

Laugardagur 2. febrúar

  • kl. 11:00 -  Reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ
  • kl. 12:00 - Hádegisverður í KSÍ
  • kl. 13:00 - Uppeldisbætur (Training compensation) - Omar Ongaro  FIFA
  • kl. 14:30 - Samstöðubætur (Solidarity compensation) - Omar Ongaro  FIFA

Áætlað að fundinum ljúki um kl. 16:00

Sunnudagur 3. febrúar

  • kl. 13:00 - Veðmál og hagræðing úrslita (betting and match-fixing) - Omar Ongaro FIFA
  • kl. 14:00 - Hætturnar á Íslandi - Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ og Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ

Áætlað að fundinum ljúki um kl. 15:00

 
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög