Lög og reglugerðir
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykktar af stjórn KSÍ 8. febrúar

Breytingar á reglugerðum KSÍ

20.2.2013

Á fundi stjórnar KSÍ, þann 8. febrúar síðastliðinn, voru gerðar breytingar á eftirfarandi reglugerðum:

 

Reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.

10. gr.

Félagaskipti

Breytingar eru skáletraðar

10.1. Félagskipti leikmanna eru heimil sem hér greinir:

10.1.1. Leikmaður getur mest verið skráður í þrjú félög á keppnistímabilinu. Á því tímabili er honum aðeins heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum sbr. þó ákvæði um tímabundin félagaskipti í 16. grein og ákvæði um 4. aldursflokk eða yngri í grein. 10.1.4.  Undanþága skal veitt frá þessu þegar leikmaður skiptir um félag á milli landa, og keppnistímabil þeirra skarast þannig að í öðru landinu er tímabilið vor/haust en í hinu haust/vor. Þegar slíkt á við er leikmanni heimilt að leika í opinberum knattspyrnuleikjum með þremur félagsliðum á keppnistímabilinu svo fremi sem öðrum skuldbindingum sé fullnægt.

10.1.2. Leikmaður getur aðeins gengið til liðs við íslenskt félagslið á tímabilinu 21. febrúar – 15. maí ár hvert, eða á tímabilinu 15. – 31. júlí. Leikmaður getur þó aðeins einu sinni skipt um félag innanlands eftir að hafa leikið í Íslandsmóti eða bikarkeppni KSÍ á almanaksárinu nema þegar um tímabundin félagaskipti er að ræða sbr. 16. grein eða félagaskipti leikmanns í 4. aldursflokki eða yngri sbr. grein 10.1.4.

10.1.3. Á öðrum tímabilum eru félagaskipti ekki heimil nema fyrir ósamningsbundna leikmenn í yngri aldursflokkum og þegar leikmaður á tímabundnum félagaskiptum skiptir um félag, en þó aldrei eftir 31. júlí til loka keppnistímabilsins.

10.1.4. Leikmönnum í 4. aldursflokki eða yngri skal þó heimilt að hafa félagaskipti að loknu Íslandsmóti í þessum flokkum.  Jafnframt er leikmönnum í 4. aldursflokki eða yngri heimilt að skipta um félag innanlands eftir að hafa tekið þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum, ef félagaskiptin eru tengd tímabundinni búsetu leikmanns og hann óskar að snúa aftur til fyrra félags.

Greinargerð:  Í breytingunni felst að nú gefst möguleiki á því að leikmenn í 4. aldursflokki eða yngri geti gengið til baka í fyrra félag og leikið með því aftur á íslandsmóti hafi verið um tímabundnar breytingar á búsetu að ræða.  Þetta á t.d. við í tilfellum þar sem leikmenn flytja tímabundið á milli landssvæða yfir sumartímann.

 

Reglugerðabreytingar vegna fjölgunar deilda.  Hér eru gerðar breytingar í samræmi við fjölgun á deildum í Íslandsmóti, ekki um efnislegar breytingar að ræða.

Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót:

18.gr. Knattspyrnuvellir

18.1.    Leikir í knattspyrnumótum á vegum KSÍ skulu fara fram á leikvöllum sem uppfylla kröfur sem settar eru fram í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli.  Eftirfarandi flokkun skal fylgt um lágmarkskröfur:

Flokkur Karlar Konur
A Úrslitaleikur í bikarkeppni KSÍ  
B

Pepsi-deild                                        

Undanúrslit í bikarkeppni KSÍ

Úrslitaleikur í bikarkeppni KSÍ
C

1. deild                                                               

8 og 16 liða úrslit í bikarkeppni KSÍ

Pepsi-deild                                                       Undanúrslit í bikarkeppni KSÍ
D

2. deild                                                               

3.deild                                                                                   2. aldursflokkur                                                           

3.aldursflokkur                                                                   

1. deild                                                              

2.aldursflokkur                                                                3. aldursflokkur                                                            4. aldursflokkur                                                                    Verður:

18.1.    Leikir í knattspyrnumótum á vegum KSÍ skulu fara fram á leikvöllum sem uppfylla kröfur sem settar eru fram í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli.  Eftirfarandi flokkun skal fylgt um lágmarkskröfur:

Flokkur Karlar Konur
A Úrslitaleikur í bikarkeppni KSÍ  
B

Pepsi-deild                                        

Undanúrslit í bikarkeppni KSÍ

Úrslitaleikur í bikarkeppni KSÍ
C

1. deild                                                               

8 og 16 liða úrslit í bikarkeppni KSÍ

Pepsi-deild                                                       Undanúrslit í bikarkeppni KSÍ
D

2. deild                                                              

3. deild       

4. deild                                                                           

2. aldursflokkur                                                            3.aldursflokkur                                                                   

1. deild                                                               

2.aldursflokkur                                                                3.aldursflokkur                                                            4. aldursflokkur                                                                    Grein 19.5.

19.5. Hafi dómari eða aðstoðardómarar með tilskilin réttindi ekki mætt til leiks innan 30 mínútna frá því að hann átti að hefjast, skal leik frestað og settur á að nýju á heimavelli aðkomuliðs. Þessi regla á við þegar heimalið ber ábyrgð á mætingu dómara og aðstoðardómara. Sömu tímamörk gilda einnig þegar KSÍ ber ábyrgð á dómara og/eða aðstoðardómurum. Skal í slíkum tilfellum setja leikinn á að nýju á sama velli og áður. Greiðir KSÍ þá allan kostnað vegna dómara og/eða aðstoðardómara, svo og ferðakostnað aðkomuliðs. Í riðlakeppni 3. deildar karla og riðlakeppni 1. deildar kvenna skal leikur þó fara fram þrátt fyrir að aðstoðardómarar tilnefndir af KSÍ mæti ekki til leiks og skal þá leikið án aðstoðardómara eða með aðstoðardómurum tilnefndum af heimaliði skv. ákvörðun dómarans.

Verður:

19.5. Hafi dómari eða aðstoðardómarar með tilskilin réttindi ekki mætt til leiks innan 30 mínútna frá því að hann átti að hefjast, skal leik frestað og settur á að nýju á heimavelli aðkomuliðs. Þessi regla á við þegar heimalið ber ábyrgð á mætingu dómara og aðstoðardómara. Sömu tímamörk gilda einnig þegar KSÍ ber ábyrgð á dómara og/eða aðstoðardómurum. Skal í slíkum tilfellum setja leikinn á að nýju á sama velli og áður. Greiðir KSÍ þá allan kostnað vegna dómara og/eða aðstoðardómara, svo og ferðakostnað aðkomuliðs. Í 3. deild karla og riðlakeppni 4. deildar karla og riðlakeppni 1. deildar kvenna skal leikur þó fara fram þrátt fyrir að aðstoðardómarar tilnefndir af KSÍ mæti ekki til leiks og skal þá leikið án aðstoðardómara eða með aðstoðardómurum tilnefndum af heimaliði skv. ákvörðun dómarans.

Grein 19.7.

Af hverjum leik sem fram fer í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild og 1. deild kvenna skal heimaliðið greiða ákveðið gjald til að standa undir ferða- og uppihaldskostnaði dómara og aðstoðardómara vegna leikja í viðkomandi deild.

Verður:

Af hverjum leik sem fram fer í Pepsi-deild, 1. og 2. og 3. deild karla og Pepsi-deild og 1. deild kvenna skal heimaliðið greiða ákveðið gjald til að standa undir ferða- og uppihaldskostnaði dómara og aðstoðardómara vegna leikja í viðkomandi deild.

 

Reglugerð KSÍ um knattspyrnudómara og eftirlitsmenn

3. grein

3.2. Héraðsdómari hefur rétt til að dæma alla leiki nema:

leiki í Pepsi-deildum karla og kvenna og í 1.og 2. deild karla,leiki í meistarakeppni KSÍ, úrslitaleiki í landsmótum, þar með talið úrslitakeppni 3. deildar karla og 1. deildar kvenna, leiki í bikarkeppni meistaraflokks karla (aðalkeppni) og bikarkeppni meistaraflokks kvenna (aðalkeppni), leiki við erlend lið í 1. aldursflokki.

Verður:

3.2. Héraðsdómari hefur rétt til að dæma alla leiki nema:

leiki í Pepsi-deildum karla og kvenna og í 1. og 2. deild karla, leiki í meistarakeppni KSÍ, úrslitaleiki í landsmótum, þar með talið leiki í úrslitakeppni 4. deildar karla og úrslitakeppni 1. deildar kvenna, leiki í bikarkeppni meistaraflokks karla (aðalkeppni) og bikarkeppni meistaraflokks kvenna (aðalkeppni), leiki við erlend lið í 1. aldursflokki.

 

Reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini

Grein 1.1.

1.1.Knattspyrnusamband Íslands gefur út eftirfarandi aðgönguskírteini, sem

heimila ókeypis aðgang að knattspyrnuleikjum sem hér segir:

Aðgönguskírteini A, sem gildir á alla leiki.

Aðgönguskírteini LD, sem gildir á leiki í Pepsi-deild karla.

Aðgönguskírteini 1D, sem gildir á leiki í 1. deild karla.

Aðgönguskírteini 2D, sem gildir á leiki í 2. deild karla.

Aðgönguskírteini KV, sem gildir á leiki í Pepsi-deild kvenna.

Verður:

1.1.Knattspyrnusamband Íslands gefur út eftirfarandi aðgönguskírteini, sem

heimila ókeypis aðgang að knattspyrnuleikjum sem hér segir:

Aðgönguskírteini A, sem gildir á alla leiki.

Aðgönguskírteini LD, sem gildir á leiki í Pepsi-deild karla.

Aðgönguskírteini 1D, sem gildir á leiki í 1. deild karla.

Aðgönguskírteini 2D, sem gildir á leiki í 2. deild karla.

Aðgönguskírteini 3D, sem gildir á leiki í 3. deild karla

Aðgönguskírteini KV, sem gildir á leiki í Pepsi-deild kvenna.

 

Reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara

 2.gr.

Menntunarkröfur

2.1. Félög skulu gera kröfur til þjálfara sinna um menntun samkvæmt eftirfarandi:

Þjálfun Aðalþjálfari Aðstoðarþjálfari   Markmannsþjálfari
Pepsi-deild karla, 1. deild karla og Pepsi-deild kvenna

UEFA Pro gráða eða

KSÍ A gráða

KSÍ B gráða   Markmannsþjálfaragráða KSÍ
2. deild karla, 3. deild karla, 1. deild kvenna og  2. flokkur KSÍ B gráða  og KSÍ V námskeið að auki KSÍ B gráða   Markmannsþjálfaragráða KSÍ eða KSÍ B gráða
Yfirþjálfari unglingastarfs

KSÍ A gráða

 

     
3. og 4. flokkur KSÍ B gráða KSÍ II   KSÍ II
5. 6. 7. og 8. flokkur og flokkar þar sem eingöngu er keppni í 7 eða 5 manna liðum KSÍ II KSÍ I   KSÍ I


Verður:

Þjálfun Aðalþjálfari Aðstoðarþjálfari   Markmannsþjálfari
Pepsi-deild karla, 1. deild karla og Pepsi-deild kvenna

UEFA Pro gráða eða

KSÍ A gráða

KSÍ B gráða   Markmannsþjálfaragráða KSÍ
2. deild karla, 3. deild karla, 4. deild karla,  1. deild kvenna og  2. flokkur KSÍ B gráða  og KSÍ V námskeið að auki KSÍ B gráða   Markmannsþjálfaragráða KSÍ eða KSÍ B gráða
Yfirþjálfari unglingastarfs

KSÍ A gráða

 

     
3. og 4. flokkur KSÍ B gráða KSÍ II   KSÍ II
5. 6. 7. og 8. flokkur og flokkar þar sem eingöngu er keppni í 7 eða 5 manna liðum KSÍ II KSÍ I   KSÍ I

Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög