Mannvirki

KSÍ samdi við Polytan í Þýskalandi

21.6.2004

Í kjölfar útboðs sem KSÍ efndi til um gervigras á sparkvelli hefur sambandið samið við þýska fyrirtækið Polytan. Upphaflega var gert ráð fyrir að semja um gras á 40 velli, en niðurstaðan var sú að samið var um gervigras á 60 velli. Polytan hefur mikla reynslu í lagningu gervigrass á Íslandi og m.a. er gervigras frá fyrirtækinu í Egilshöll, Fífunni og Boganum. Gervigrasið sem KSÍ hefur samið um á sparkvellina er af 3. kynslóð gervigrass, það sama og er á Leiknisvelli í Breiðholti. Gert er ráð fyrir að fyrstu vellirnir verði lagðir í ágúst.

Samningurinn við Polytan er einn sá stærsti sem KSÍ hefur gert, en gera má ráð fyrir að heildarkostnaður KSÍ vegna þessara 60 sparkvalla verði hátt á annað hundrað milljónir króna. Þá er ótalinn kostnaður sveitarfélaga við byggingu vallanna að öðru leyti.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög