Mannvirki
Valitor-bikar kvenna 2011

Gervigras á Laugardalsvöllinn?

UEFA styrkur myndi fjármagna verkefnið að fullu

1.4.2012

Þeim félögum sem leggja gervigras á keppnisvelli sína hefur fjölgað mjög á Norðurlöndum, sem og reyndar í öðrum löndum sem liggja norðarlega á landakortinu (Rússland, Úkraína, o.fl.).  Nú er svo komið að flest sveitarfélög á Norðurlöndum styrkja ekki lengur uppbyggingu grasvalla og veita eingöngu styrki til þeirra félaga sem leggja gervigras á sína velli.  Þetta hefur leitt til þess að hlutfall gervigrasvalla á keppnisvöllum í efstu deildum í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hefur hækkað ört á síðustu árum.  Þróunin er skiljanleg í ljósi tveggja staðreynda:

  1. Veðurfar á norðlægum slóðum gerir viðhald náttúrulegs grass á keppnisvöllum afar erfitt, og það er einnig afar kostnaðarsamt, sérstaklega þar sem skipta þarf um gras með reglulegu millibili.
  2. Nýting á gervigrasvöllum er vitanlega umtalsvert betri heldur en á völlum með náttúrulegu grasi, þar sem öll lið viðkomandi félags geta æft á sama vellinum og keppt þar líka, allan ársins hring.  Auk þess sem nýta má völlinn undir aðra viðburði, s.s. sýningar, tónleika, o.fl.

Af þessum ástæðum voru málefni Laugardalsvallar rædd á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn og ákveðið að stofna starfshóp (ksi@ksi.is) sem myndi kanna möguleika, kosti og galla, þess að leggja gervigras á þjóðarleikvanginn.  Gæði gervigrass eru orðin það góð að UEFA samþykkir ekki bara að leikið sé á gervigrasi í UEFA-leikjum, heldur styrkir UEFA slík verkefni og bindur stjórn KSÍ vonir við að lagning gervigrass á Laugardalsvöll verði fjármögnuð að fullu með styrk frá UEFA, þannig að lítill sem enginn kostnaður leggist á KSÍ.

Gangi þetta eftir opnast sá möguleiki að hægt sé að leika heimalandsleiki hér á landi á hvaða alþjóðlega leikdegi sem er, en ekki eingöngu á þeim leikdögum sem eru yfir sumartímann eða snemma á haustin.  Vonast er til að starfshópurinn skili sínum niðurstöðum í byrjun maí, þannig að fyrstu leikirnir á gervigrasi á Laugardalsvelli verði á hausti komandi.

Það tilkynnist hér með að þetta var aprílgabb ksi.is í ár ..... :-)

Æfing á Laugardalsvellil
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög