Mannvirki
Hamarshollin

Tekið höndum saman

Vinna við Hamarshöllina í fullum gangi

5.7.2012

Hvergerðingar hafa staðið í stórræðum en vinna við Hamarshöllina er nú í fullum gangi.  Um er að ræða "uppblásið" íþróttahús þar sem m.a. verður að finna hálfan knattspyrnuvöll ásamt annarri íþróttaaðstöðu.

Þessa dagana er verið að setja saman dúkinn sem mun hylja húsið og hafa bæjarbúar tekið höndum saman við þá vinnu eins og sjá má á myndunum hér að neðan.  Áætlað er að höllin verði vígð á Blómstrandi dögum í Hvergerði sem fram fara dagana 17. - 19. ágúst.

Hamarshollin

Hamarshollin1

Myndir: Hér má sjá bæjarbúa að störfum við að breiða út dúkinn.  Allir eru að verki fyrir utan einn dökkklæddan með derhúfu!
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög