Mannvirki

Dvergurinn tekinn í notkun í Hafnarfirði

FH-ingar vígðu nýtt knattspyrnuhús í Kaplakrika

27.10.2015

FH-ingar tóku nýlega í notkun knatthúsið Dverginn í Kaplakrika. Húsið er 51metra á lengd og 25 metrar á breidd. Húsið verður með hitablásurum og klætt tvöföldum dúk svo það mun aldrei verða kaldara en 8° yfir veturinn. 

Á opnunarhátíðinni tóku iðkendur í 8.flokki fyrstu spyrnuna í húsinu og svo fór fram stuttur leikur milli okkar yngstu iðkenda. 

KSÍ óskar FH-ingum til hamingju með nýja húsið sem á eftir að reynast leikmönnum framtíðarinnar vel. 

Smelltu hérna til að skoða myndir frá opnunni. 
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög