Mannvirki
Akranesvöllur

Betri vellir - Námskeiðsröð í grasvallafræðum

Einkum ætlað starfsmönnum íþrótta- og golfvalla

21.9.2010

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á námskeiðsröð í grasvallarfræðum.  Námskeiðin eru í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ), Golfsamband Íslands (GSÍ), Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR)

Námskeiðaröðin er öllum opin en einkum ætluð starfsmönnum íþrótta- og golfvalla sem ekki hafa hlotið neina formlega menntun á þessu sviði. Markmiðið er að nemendur verði betur í stakk búnir til að sjá um viðhald grasvalla (golf- og knattspyrnugrasvalla) til að hámarka endingu þeirra og gæði. 

Námskeiðaröðin samanstendur af fjórum námskeiðum. Tvö fyrstu námskeiðin fjalla um grasvallafræði sem er sá fræðilegi grunnur sem starfið hvílir á, þriðja námskeiðið fjallar um verklega þætti sem lúta að viðhaldi grasvalla og hugmyndafræðina bak við þá þætti.  Fjórða námskeiðið er svo tvískipt, hópnum verður skipt upp í knattspyrnuvallastarfsmenn og golfvallastarfsmenn og farið í sérhæfðari aðgerðir sem framkvæmdar eru á þessum mismunandi íþróttamannvirkjum.

Náminu er því skipt í eftirfarandi áfanga:

1. Jarðvegur og uppbygging grasvalla (13 kst)

2. Yfirborð grasvalla (13 kst)

3. Helstu aðgerðir við umhirðu grasvalla (13 kst)

4. Vellirnir

4a. Knattspyrnuvelli (13 kst)

4b. Golfvellir (13 kst)

Námskeiðsröðin dreifist yfir einn vetur, frá október og fram í mars. Tvö fyrri námskeiðin verða haldin að hausti og tvö síðari að vori.  Hvert námskeið tekur tvo daga, hefst á föstudegi kl. 16:00-19:00 og framhald á laugardegi kl. 9:00 - 16:00 í allt 13 kennslustundir.

Hvor önn fyrir sig veturinn 2010 til 2011 mun kosta 43.000 krónur.

Verkefnisstjórar og faglegir umsjónarmenn námsins eru Bjarni Þór Hannesson M.Sc. í grasvallatæknifræðum og Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur, þeir veita einnig allar nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur í námskeiðsröðina um grasvallarfræði er til 22. september 2010 fyrir námsárin 2010-2011, hjá endurmenntun@lbhi.is eða hafa samband í síma: 433 5000.

Nánari upplýsingar

 

 

 
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög