Mannvirki
pepsi-deildin-100509_113

Námskeið í grasvallafræðum

Tveir fulltrúar KSÍ sóttu námskeiðið

2.11.2010

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands tók höndum saman við Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ), Golfsamband Íslands (GSÍ), Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR) og setti saman námskeiðsröð í grasvallarfræðum. 

Kristinn V. Jóhannsson og Sigurður Þórðarson, starfsmenn á Laugardalsvelli, sóttu námskeiðið fyrir hönd KSÍ.

Námskeiðaröðin er öllum opin en einkum ætluð starfsmönnum íþrótta- og golfvalla sem ekki hafa hlotið neina formlega menntun á þessu sviði. Markmiðið er að nemendur verði betur í stakk búnir til að sjá um viðhald grasvalla (golf- og knattspyrnugrasvalla) til að hámarka endingu þeirra og gæði.

Nánar

Betri vellir - Námskeið Landbúnaðarháskólans
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög