Mannvirki
Blikkid_poster

Blikkið - Saga Melavallarins

Sýningar í Bíó Paradís

7.3.2012

Blikkið, saga Melavallarins, verður frumsýnd föstudaginn 9.mars næstkomandi.  Myndin verður sýnd daglega í Bíó Paradís á Hverfisgötu 54 frá 10.mars og eru sýningar kl. 18:00 og 20:00  Um er að ræða heimildarmynd um Melavöllinn eftir Kára G. Schram.

Allir íþróttaáhugamenn eru hvattir til þess að fara og berja þessa merkilegu mynd augu.  Melavöllurinn á sinn stóra sess í öllu íþróttalífi Íslendinga, ekki síst í knattspyrnu.

Með því að fara inn á heimasíðu ÍBR er hægt að finna nánari upplýsingar um myndina og Melvöllinn.  Einnig er hægt að prenta þar út miða sem hægt er að framvísa og fást þá tveir aðgöngumiðar á verði eins.

Allir í bíó!
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög