Mótamál

Evrópudeildin - Þrír leikir í kvöld á heimavelli - 30.6.2016

Íslensk félagslið eru í eldlínunni í kvöld í Evrópudeildinni en Valur, KR og Breiðablik leika öll í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikirnir eru allir á Íslandi en liðin leika svo aftur eftir viku erlendis.

Lesa meira
 

Breytingar á leiktímum í Borgunarbikarnum - 29.6.2016

Eftirfarandi leikjum í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla hefur verið breytt. Vinsamlega takið mið af þessu og sendið áfram eins og þurfa þykir.

Lesa meira
 

Skrifstofa KSÍ er lokuð mánudaginn 27. júní - 26.6.2016

Skrifstofa KSÍ er lokuð á morgun, mánudaginn 27. júní, en aftur verður opnað í hádeginu þriðjudaginn 28. júní. Ef nauðsynlega þarf að ná í starfsmenn mótadeildar þá er hægt að hringja í síma 896 4474 (Birkir) eða 661 8183 (Guðlaugur).

Lesa meira
 

Breiðablik leikur í Wales í Meistaradeild Evrópu kvenna - 24.6.2016

Það var dregið í dag í Meistaradeild Evrópu kvenna en Breiðablik var í pottinum. Breiðablik dróst með Cardiff Met frá Wales, ŽFK Spartak frá Serbíu og NSF Sofia frá Búlgaríu en riðillinn verður leikinn í Wales.

Lesa meira
 

FH mætir írska liðinu Dundalk í Meistaradeild Evrópu - 20.6.2016

FH mæt­ir írska liðinu Dundalk í ann­arri um­ferð í for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla. FH-ing­ar sitja hjá í fyrstu um­ferð og í þegar dregið var í aðra um­ferðina í Nyon í Sviss í dag voru þeir í efri styrk­leika­flokkn­um. Tak­ist FH-ing­um að slá út and­stæðinga sína í ann­arri um­ferð eru þeir bún­ir að tryggja sér tvær um­ferðir í viðbót. Liðin sem tapa í þriðju um­ferð Meist­ara­deild­ar­inn­ar fara í fjórðu um­ferð Evr­ópu­deild­ar­inn­ar og leika þar um sæti í riðlakeppn­inni. 

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi deild karla - Þrír leikir framundan - 15.6.2016

Í kvöld, miðvikudagskvöld, fara fram tveir leikir í Pepsi-deild karla og á morgun, fimmtudag, er einn leikur í dagskránni.  ÍBV tekur á móti Breiðablik kl. 18:00 í kvöld og á Fjölnisvelli eigast við heimamenn og KR kl. 19:15.  Á fimmtudag taka svo Valsmenn á móti Íslandsmeisturum FH kl. 20:00.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Suðurlandsslagur hjá konunum - 13.6.2016

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum verður Suðurlandsslagur á dagskránni þegar ÍBV tekur á móti Selfossi og bikarmeistarar Stjörnunnar fá Hauka í heimsókn.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Dregið í 8 liða úrslitum karla og kvenna - 13.6.2016

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Hjá konunum eru 6 félög úr Pepsi-deildinni í pottinum og 2 félög úr 1. deild.  Hlutföllin eru þau sömu hjá körlunum en þar koma 6 úr Pepsi-deildinni og 2 úr Inkasso deildinni.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - 16 liða úrslit karla og kvenna framundan - 8.6.2016

Framundan eru 16 liða úrslit karla og kvenna og eru það karlarnir sem hefja leik í kvöld þegar fjórir leikir eru á dagskránni.  Aðrir fjórir leikir eru svo á morgun en um helgina eiga konurnar sviðið en dregið verður í 8 liða úrslitum karla og kvenna, mánudaginn 13. júní kl. 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 

Undanþága vegna félagaskipta - 4.6.2016

Framkvæmdastjóri hefur, í samræmi við ákvæði 10.2. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, samþykkt beiðnr frá Gróttu og KF um undanþágu fyrir félagaskipti markvarða í meistaraflokki kvenna annars vegar og meistaraflokki karla hinsvegar.

Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun í Polla- og Hnátumáotum - 2.6.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti). Vinsamlegast hafið í huga að verulega miklar breytingar hafa verið gerðar undanfarna daga á niðurröðun leikja í sumum mótum vegna breyttra skráninga. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan