Milliliðir

Milliliðir

Skrifstofa KSÍ heldur utan um skráða milliliði og sér til þess að þeir fái viðeigandi þjónustu

Eins og áður hefur komið fram tók ný reglugerð KSÍ um milliliði gildi þann 1. apríl 2015 sem leysti af hólmi reglugerð KSÍ um umboðsmenn.  Rétt er að árétta að einungis milliliðir sem skráðir hafa verið hjá KSÍ eða öðru knattspyrnusambandi innan FIFA í samræmi við reglugerð KSÍ um milliliði mega starfa sem milliliðir leikmanna eða félaga við samningsgerð og félagaskipti. Skulu slíkir milliliðir starfa skv. reglugerð KSÍ um milliliði. Vegna félagaskipta leikmanna erlendis frá til Íslands þurfa milliliðir að gæta þess að vilji þeir halda áfram að gæta hagsmuna leikmanna eftir félagaskipti þeirra, þá þurfa viðkomandi milliliðir að vera skráðir hjá KSÍ.

Skrifstofa KSÍ heldur utan um skráða milliliði og sér til þess að þeir fái viðeigandi þjónustu. Munu öll helstu eyðublöð vegna starfa milliliða vera aðgengileg á heimasíðu KSÍ auk þess sem birtar verða helstu upplýsingar og fréttir. Líkt og fram kemur í reglugerð KSÍ um milliliði er árgjald skráðra milliliða kr. 150.000,-.

Tengiliður á skrifstofu KSÍ við milliliði er Haukur Hinriksson (haukur@ksi.is).

Tenglar:

Reglugerð KSÍ um milliliði

Eyðublöð:

Yfirlýsing milliliðar fyrir einstaklinga

Yfirlýsing milliliðar fyrir lögaðila
Aðildarfélög
Aðildarfélög