Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Víkingur R. í stað ÍA í Lengjubikar karla

Ekki reyndist unnt að gera breytingar á úrslitakeppninni

16.4.2012

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að Víkingur R. taki sæti  ÍA í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla. ÍA hafði með góðum fyrirvara ákveðið að fara í æfingaferð 14. - 22. apríl og hafði gert KSÍ viðvart um það. Það reyndist þó ekki unnt að gera breytingar á úrslitakeppninni þannig að ÍA gæti tekið þátt og dró ÍA því lið sitt úr keppni.

KSÍ mun í framtíðinni gera þátttökuliðum ljóst við skráningu hvenær úrslitakeppni Lengjubikars hefst svo komast megi hjá úrsögn liðs. 

 

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög