Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Stjarnan tekur sæti Víkings í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla

Leikur Vals og Stjörnunnar fer því fram fimmtudaginn 19. apríl

18.4.2012

 

Komið hefur í ljós að Víkingur R lék með ólöglegan leikmann í leik liðsins í Lengjubikar karla gegn Stjörnunni 11. apríl sl. Af þeim sökum hefur úrslitum leiksins verið breytt Stjörnunni í vil 3 - 0 samkvæmt reglugerð um Deildarbikarkeppni karla.

Vegna ofangreinds breytist staða liðanna í riðli 2 í Lengjubikar karla á þann hátt að Stjarnan endar í 3. sæti riðilsins. Mótanefnd KSÍ hefur því ákveðið í samræmi við grein 11.1 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla að Stjarnan taki sæti ÍA í úrslitakeppni Lengjubikars karla, en áður hafði verið ákveðið að Víkingur R tæki það sæti.

Valur og Stjarnan mætast í því 8-liða úrslitum Lengjubikars karla. Ákveðið hefur verið að sá leikur fari fram fimmtudaginn 19. apríl kl. 11.00 í Kórnum.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög