Mótamál
Lengjubikarinn

Tindastóll og Afturelding hafa deildaskipti í Lengjubikar karla

Tindastóll færist í B-deild að eigin ósk - Afturelding tekur sæti í A-deild

27.1.2014

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt erindi Tindastóls um að Tindastóll flytjist úr A-deild Lengjubikars karla og leiki í B-deild Lengjubikars karla. Eftirfarandi breytingar hafa því verið gerðar:

1) A-deild Lengjubikars karla

Afturelding tekur sæti Tindastóls í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla.

2) B-deild Lengjubikars karla

Tindastóll tekur sæti Aftureldingar í riðli 2 í B-deild Lengjubikars karla.

3) Breytingar á leikjum

Ljóst er að ofangreind breyting mun hafa í för með sér breytingar á einstökum leikjum í ofangreindum mótum. Þær breytingar verða tilkynntar hlutaðeigandi félögum eins fljótt og við verður komið.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög