Mótamál
Fram

Framarar Reykjavíkurmeistarar karla 2014

KR-ingar tapað úrslitaleiknum fjögur ár í röð

11.2.2014

Framarar hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitli karla 2014 með því að leggja KR í úrslitaleik í Egilshöll eftir jafnan og spennandi leik.  Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni, en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1.  Mörkin létu á sér standa og komu bæði seint í leiknum.  Framarar náðu forystunni á 78. mínútu, en KR-ingar jöfnuðu þremur mínútum síðar.  Í vítaspyrnukeppninni brást aðeins einni vítaskyttu KR bogalistin, en það dugði því Framarar skoruðu úr öllum sínum spyrnum.

Knattspyrnuráð ReykjavíkurFram hefur þar með unnið þennan titil 26 sinnum, en fyrst var leikið í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla árið 1915.  Aðeins KR, sem hefur reyndar tapað í síðustu fjórum úrslitaleikjum mótsins að leiknum í ár meðtöldum, hefur oftar orðið Reykjavíkurmeistari, eða 37 sinnum.  Þar á eftir kemur Valur með 20 titla.

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla - Sigurvegarar

1915  Fram 1916  KR 1917  Fram 1918  KR 1919  Fram
1920  Fram 1921  Fram 1922  Fram 1923  KR 1924  KR
1925  Ekki keppt 1926  KR 1927  Ekki keppt 1928  KR 1929  KR
1930  KR 1931  KR 1932  Valur 1933  KR 1934  Valur
1935  Ekki keppt 1936  KR 1937  KR 1938  Valur 1939  Valur
1940  Víkingur 1941  Valur 1942  Valur 1943  Valur 1944  KR
1945  Valur 1946  Valur 1947  Fram 1948  Valur 1949  Fram
1950  Fram 1951  Valur 1952  Valur 1953  Valur 1954  KR
1955  KR 1956  KR 1957  Fram 1958  KR 1959  KR
1960  KR 1961  Fram 1962  KR 1963  Valur 1964  Fram
1965  KR 1966  Þróttur 1967  KR 1968  Valur 1969  KR
1970  Fram 1971  Fram 1972  Fram 1973  Fram 1974  Víkingur
1975  KR 1976  Víkingur 1977  Fram 1978  KR 1979  Valur
1980  Víkingur 1981  Fylkir 1982  Víkingur 1983  Fram 1984  Valur
1985  Fram 1986  Fram 1987  Valur 1988  KR 1989  KR
1990  KR 1991  KR 1992  Fram 1993  Fram 1994  KR
1995  KR 1996  KR  1997  KR 1998  Fram 1999  KR
2000  Fylkir 2001  Fylkir 2002  Þróttur 2003  Fram 2004  KR
2005  Valur 2006  Fram 2007  Fylkir 2008  ÍR 2009  KR
2010  KR 2011  Valur 2012  Fram 2013 Leiknir
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög