Mótamál
Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi Þór Sigurðsson í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins 2014

Rúnar Páll Sigmundsson valinn þjálfari ársins og Ásgeir Sigurvinsson valinn í heiðurshöllina

3.1.2015

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Swansea, varð í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins en tilkynnt var um kjörið í kvöld.  Hann átti frábært ár með landsliðinu sem og félagsliði sínu á Englandi.  Það var körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem var kjörinn íþróttamaður ársins.  Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona og leikmaður FC Rosengård, varð í fjórða sæti í kjörinu

Pétur Guðmundsson og Ásgeir SigurvinssonÞá var þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, valinn þjálfari ársins 2014.  Það var svo knattspyrnukappinn Ásgeir Sigurvinsson sem var valinn í heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en þessi Eyjamaður gerði garðinn frægan sem landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu sem og landsliðsþjálfari.

KSÍ óskar Gylfa, Söru, Rúnari, Ásgeiri  hjartanlega til hamingju sem og íþróttamanni ársins 2014, Jóni Arnóri Stefánssyni.

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög