Mótamál

Afturelding og Álftanes mætast í úrslitum innanhúss í kvennaflokki

Víkingur Ólafsvík og Leiknir/KB í úrslitum hjá körlum

10.1.2015

Eftir leiki dagsins er ljóst hvaða félög mætast í úrslitum Íslandsmótsins innanhúss en leikið verður  í Laugardalshöllinni, sunnudaginn 11. janúar.  Hjá konunum mætast Afturelding og Álftanes kl. 11:30 og strax á eftir, eða um kl. 13:00, leika Leiknir/KB og Víkingur Ólafsvík til úrslita í karlaflokki.

Í undanúrslitum í dag voru nokkuð öruggir sigrar í kvennaflokki.  Afturelding lagði Þrótt, 4 - 0 og Álftanes hafði betur getur Grindavík, 7 - 2.  Það var meiri spenna hjá körlunum því vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram sigurvegara í leik Leiknis/KB og Fylkis.  Það var einnig hörkuleikur þegar Víkingur Ólafsvík lagði Fjölni, 6 - 5 í hinum undanúrslitaleiknum.

Úrslitakeppni innanhúss kvenna

Úrslitakeppni innanhúss karla
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan