Mótamál

Þórdís á Selfossi vallarstjóri ársins

Selfossvöllur þykir með þeim betri á landinu að mati vallarstjóra

25.2.2016

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins.

Í flokki knattspyrnuvalla var það hún Þórdís R. Hansen Smáradóttir vallarstjóri á Selfossvelli  sem varð fyrir valinu sem vallarstjóri ársins   Selfossvöllurinn hefur verið einn allra besti völlur landsins undanfarin ár og á því varð engin breyting í sumar og er hún Þórdís virkilega vel að þessum verðlaunum komin. 

Í flokki golfvalla varð Tryggvi Ölver Gunnarsson vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Oddi fremstur á meðal jafningja.  Urriðavöllur skartaði sínu fegursta í sumar og á Tryggvi mikið hrós skilið fyrir sína vinnu.  Það er einstök upplifun að heimsækja Urriðavöll enda umhverfi vallarins  sem og völlurinn stórglæsilegt.

Á aðalfundi félagsins gekk Einar Friðrik Brynjarsson úr stjórn en í hans stað kom inn Róbert Árni Halldórsson, vallarstjóri Golfklúbbs Grindavíkur.

Stjórn SÍGÍ fyrir starfsárið 2016 er því skipuð þeim, Ágúst Jenssyni, formanni, Jóhanni Gunnar Kristinssyni, Birki Már Birgisson, Birgi Jóhannssyni, Steindóri Ragnarssyni og Róberti Árna Halldórssyni.

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög