Mótamál

FC Sækó keppir við FC Crazy

13.9.2016

Næstkomandi laugardag, 17. september kl. 11:00 mun knattspyrnufélagið FC Sækó etja kappi við lið FC Crazy í 11 manna fótbolta í 2 x 25 mín. 

Um er að ræða fjáröflunarleik með geðveikri gleði í fyrirrúmi og verður leikið á gervigrasvellinum í Laugardal :-) Hinn eini sanni Gummi Ben mun vera vallarþulur og lýsa leiknum af sinni alkunnu snilld. Það verður ÓKEYPIS inn á völlinn og boðið upp á veitingar áhorfendum að kostnaðarlausu. 

En við óskum eftir frjálsum framlögum og eins mun áhorfendum gefast kostur á að kaupa sér einhverjar mínútur í leiknum með öðru hvoru liðinu. Fyrirþá sem ekki vita þá er lið FC Sækó skipað notendum og starfsmönnum geð- og velferðarkerfisins og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið með sinni þátttöku, Lið FC Crayzy er skipað borgarfulltrúum Reykjavíkur með borgarstjóra og formann Velferðarráðs í broddi fylkingar. En þess má geta að í báðum liðum má mjög líklega sjá einhverjar „gamlar“ knattspyrnukempur. Í hálfleik verður boðið upp á glens og gaman þar sem hægt verður að kaupa sér pláss í þeim viðburði. Hvað það verður er ekki komið á hreint en það verður eitthvað geðveikt skemmtilegt. Þessi fjáröflunarleikur er okkurgríðarlega mikilvægur svo við getum haldið áfram með verkefnið og bætt það enn meira. 

Sjáumst vonandi sem flest á laugardaginn.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög