Mótamál

Pepsi-deild kvenna – Lillý Rut valin efnilegust

Valin af leikmönnum sjálfum

30.9.2016

Lillý Rut Hlynsdóttir, úr Þór/KA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2016 en það eru leikmenn sjálfir sem velja.  Lillý, sem er 19 ára, lék alla 18 leiki Þórs/KA á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk.  Hún hefur leikið með U16, U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

Lillý fékk afhent Icelandairhornið, eftir leik ÍBV og Þórs/KA í lokaumferðinni, ásamt því að fá eignaskjöld og ferðavinning frá Icelandair.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög