Mótamál

Knattspyrnuþing 2017 - Boðun

Verður haldið í Vestmannaeyjum 11. febrúar næstkomandi

5.12.2016

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni, Vestmanneyjum 11. febrúar næstkomandi. Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi.

Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 11. febrúar og er gert ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag.

Nánari dagskrá ásamt upplýsingum verður send sambandsaðilum síðar.

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög