Mótamál

Innanhúsknattspyrna - Selfoss og Álftanes Íslandsmeistarar

Keppt var til úrslita um helgina

8.1.2017

Selfoss og Álftanes urðu í dag Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu, futsal, en Selfoss varð Íslandsmeistari karla með 3-2 sigri á Víkingi frá Ólafsvík en Álftanes varð Íslandsmeistari kvenna eftir að leggja Selfoss 4-3 að velli.

Víkingur Ó. komst yfir gegn Selfossi með marki á 10. mínútu en Selfoss jafnaði og komst svo í 2-1 með marki á 30. mínútu leiksins. Víkingur jafnaði stuttu síðar en sigurmark leiksins kom á 35. mínútu en það var Richard Sæþór Sigurðsson sem skoraði það og tryggði Selfossi Íslandsmeistaratitilinn. 

Álftanes vann 4-3 sigur á Selfossi í úrslitaleik kvenna. Leikurinn var bráðfjörugur en Álftanes komst í 3-1 í fyrri hálfleik. Álftanes leiddi svo 4-1 áður en Selfoss skoraði tvívegis og varð lokastaðan 4-3 fyrir Álftanes sem varð Íslandsmeistari.

Smelltu hérna til að sjá leiksskýrslu úr leik Selfoss og Álftanes.

Smelltu hérna til að sjá leiksskýrslu úr leik Selfoss og Víkings Ó.


Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög