Mótamál
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fjölnir og Valur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í kvöld

Leikurinn hefst kl. 19:00 í Egilshöll

13.2.2017

Fjölnir og Valur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í kvöld, mánudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:00 í Egilshöll.  Fjölnismenn lögðu KR í undanúrslitum en Valsmenn höfðu betur gegn Víkingum, eftir vítaspyrnukeppni.


Heiðursgestir leiksins verða tveir, Valsmaðurinn Lárus Loftsson, fyrrverandi þjálfari og Kári Jónsson, faðir meistaraflokks karla hjá Fjölni.

Frítt er inn á leikinn í kvöld og óhætt að hvetja knattspyrnuáhugafólks að fjölmenna í Egilshöllina og sjá Reykjavíkurmeistara krýnda.Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan