Mótamál

Úrslit í leik Fram og Breiðabliks standa

24.3.2017

Leikur Fram og Breiðbliks í A deild Lengjubikars karla sem fram fór fimmtudaginn 23. mars á Framvelli Úlfarsárdal var hætt eftir 70 mínútur. Dómari leiksins mat vallaraðstæður þannig að hann hefði áhyggjur af öryggi leikmanna ásamt því að línur vallarins sáust ekki.

Mótanefnd KSÍ hefur fjallað um málið og niðurstaða hennar er:  

Að teknu tilliti til verkefna viðkomandi félaga næstu daga og hve stutt er í að úrslitakeppni mótsins hefjist ásamt því að verulega langt var liðið á leikinn þegar honum var hætt, hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að úrslit leiksins skuli standa eins og þau voru þegar leiknum var hætt eftir 70 mínútur. Ákvörðunin byggir á ákvæðum 15.6 í Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og 11.1 í Reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla. 

Úrslitin í leik Fram og Breiðabliks í A deild Lengjubikars karla frá 23. mars 2017 eru því 0-1.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög