Mótamál

Lengjubikarinn - Leikið til úrslita á mánudaginn (annan í páskum) í Egilshöll

Það er boðið upp á tvíhöfða í Egilshöll

15.4.2017

Það er leikið til úrslita í Lengjubikarnum á mánudaginn (annan í páskum) en úrslitaleikir karla og kvenna munu þá fara fram Í Egilshöll. Klukkan 14:00 er leikið til úrslita í Lengjubikar karla þar sem Grindavík mætir KR.  Valur mætir svo Breiðablik í úrslitum Lengjubikars kvenna en leikurinn fer fram klukkan 16:30. 

Vegna slæmrar veðurspár voru leikirnir færðir í Egilshöll en til stóð að þeir færu fram á Valsvelli.

KR lagði FH 2-1 í undanúrslitum Lengjubikars karla en Grindavík komst áfram eftir að leggja KA í vítakeppni. Í Lengjubikar kvenna vann Breiðablik 3-0 sigur á ÍBV í undanúrslitum en Valur tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri a Þór/KA. 

Við hvetjum alla til að skella sér í Egilshöll á mánudaginn og sjá tvo flotta úrslitaleiki þar sem allt verður lagt undir.

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög