Mótamál

KR Lengjubikarmeistari karla 2017

KR vann 4-0 sigur á Grindavík

17.4.2017

KR er Lengjubikarmeistari karla eftir 4-0 sigur á Grindavík í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. KR komst yfir á 29. mínútu er Óskar Örn Hauksson skoraði með þrumuskoti eftir að KR fékk aukaspyrnu fyrir utan vítateig Grindavíkur, Pálmi Rafn renndi knettinum á Óskar sem skoraði með þrumufleyg.

Tobias Thomsen skoraði næstu tvö mörk KR en það fyrra kom á 62. mínútu en hann var aftur á ferð á 81. mínútu er hann kom KR í 3-0. Ástbjörn Þórðarson sem skoraði svo í uppbótartíma fyrir KR og voru úrslit leiksins 4-0 sigur KR.

KR-ingar eru því Lengjubikarmeistarar 2017.


Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög