Mótamál

Valur er Lengjubikarmeistari kvenna 2017

Valur vann 2-1 sigur á í úrslitaleiknum

17.4.2017

Er Lengjubikarmeistari kvenna 2017 eftir sigur 2-1 sigur í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. Leikurinn var hinn fjörugasti en Stefanía Ragnarsdóttir kom Val yfir á 14. mínútu en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og var jafnt í hálfleik.

Liðin skiptust á að sækja í seinni hálfleik en það var Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, sem skoraði á 80. mínútu og kom Val yfir, 2-1. Margrét komst inn í sendingu og vippaði laglega yfir Sonný Láru markmann Blika. Blikar náðu ekki að svara þessu og svo fór að Valur vann 2-1 sigur og er Lengjubikarmeistari kvenna 2017.

Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan