Mótamál

Meistarakeppni KSÍ kvenna á föstudaginn

Stjarnan tekur á móti Breiðablik á Samsung vellinum

19.4.2017

Meistarakeppni kvenna fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15. Stjarnan varð Íslandsmeistari seinasta sumar en Breiðablik vann Borgunarbikarinn eftir að hafa lagt ÍBV að 3-1 á Laugardalsvelli. 

Í fyrra mættust þessi sömu lið í Meistarakeppninni en þá voru Breiðablikskonur ríkjandi Íslandsmeistarar og Stjarnan hafði unnið Borgunarbikarinn haustið 2015. Breiðablik hafði betur í leiknum og vann þar með titilinn í 8. sinn en ekkert félag hefur unnið Meistarakeppni kvenna oftar.

Framkvæmd leiksins á föstudag er í höndum Stjörnunnar. 

Úr reglugerð um Meistarakeppni KSÍ:
32.3.2.
Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal fara fram vítaspyrnukeppni til að ákvarða sigurvegara.
32.3.3.
Tekjur af seldum aðgöngumiðum og tekjur af útvarpi og sjónvarpi skulu skiptast jafnt milli leikaðila. Venjulegur kostnaður við leiki, þ. e. vallarleiga, ferðakostnaður keppnisliða (fargjald fyrir allt að 22) og ferða- og uppihaldskostnaður dómara greiðist að jöfnu af báðum leikaðilum. Aðkomulið skal gæta hagkvæmni í ferðakostnaði. Hagnaður eða tap af leiknum skal skiptast jafnt milli leikaðila.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög