Mótamál

Pepsi-deild karla hefst í dag sunnudag

Þrír leikir á dagskrá í dag

30.4.2017

Pepsi-deild karla hefst í dag en þá verða spilaðir þrír leikir. Tveir leikir hefjast kl. 17:00 í dag. Á Akranesi taka heimamenn í ÍA á móti Íslandsmeisturunum úr FH og ÍBV fær Fjölni í heimsókn. Klukkan 19:15 er svo leikur Vals og Víkings Ó. á Valsvelli. 

Fyrsta umferð klárast svo á morgun með þremur leikjum. Breiðablik og KA mætast á Kópavogsvelli kl. 17:00. Kl. 19:15 mætast svo KR og Víkingur á Alvogenvellinum og Grindavík og Stjarnan mætast á Grindavíkurvelli. 

Það er því nóg um að vera og vonum við að fjölmennt verði á vellina og allir styðji vel við bakið á sínum liðum! 

Gleðilegt fótboltasumar!
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan