Mótamál

Borgunarbikarinn og Pepsi deild karla í dag

Leikið í Garðabæ og Vesturbænum

27.7.2017

Fyrri leikur undanúrslita Borgunarbikars karla fer fram í dag þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV á Samsung vellinum. Hefst leikurinn klukkan 17:30. 

Þetta er í fimmta sinn sem liðin mætast í bikarkeppninni, en ÍBV hefur unnið alla fjóra leikina til þessa. Markatalan er 13-0 þeim í vil. Mun Stjarnan skora sitt fyrsta mark í bikarkeppni gegn ÍBV í dag? 

Einn leikur er einnig í Pepsi deild karla þar sem Fjölnir sækir KR heim á Alvogenvöllinn. Sá leikur hefst klukkan 19:15. Þetta er í 11 sinn sem liðin mætast í efstu deild og hefur KR yfirhöndina í þeim viðureignum. 

Vesturbæingar hafa unnið sex, Fjölnir þrjá og einn leikur hefur endað með jafntefli. Ef við tökum aðeins þá leiki sem hafa farið fram á heimavelli KR þá hafa þeir unnið alla og markatalan er 10-3. Það er því á brattann að sækja fyrir Fjölnismenn. 

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög