Mótamál

Pepsi-deild kvenna – Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fer fram í dag

3.8.2017

Vegna þátttöku Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, hefur eftirfarandi leik verið breytt:

Pepsi-deild kvenna
Grindavík - Stjarnan

Var:        Laugardaginn 19. ágúst kl. 14.00 á Grindavíkurvelli
Verður:  Fimmtudaginn 3. ágúst kl. 19.15 á Grindavíkurvelli

Ástæða breytingarinnar er að síðar í ágúst tekur Stjarnan þátt í forkeppni Meistaradeildar kvenna. Forkeppnin verður leikin í 10 fjögurra liða riðlum og munu sigurvegararnir fara í lokakeppni mótsins auk þess liðs sem nær bestum árangri í öðru sæti riðlakeppninnar.

Riðill Stjörnunnar verður leikinn í Króatíu 22.-28. ágúst en auk Stjörnunnar eru í riðlinum ŽNK Osijek frá Króatíu, Klaksvíkar Ítrottarfelag frá Færeyjum og  ŽFK SC Istatov frá Makedóníu. 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög