Mótamál

Þúsundir skemmtu sér vel á The Super Match

Stefnt er að því að fá annan leik með enskum liðum næsta sumar

4.8.2017

Mörg þúsund manns skemmtu sér vel á The Super Match á Laugardalsvelli í dag þar sem West Ham og Manchester City leiddu saman hesta sína. 

Liðin buðu upp á skemmtilegan fótboltaleik þar sem Man. City hafði betur, 3-0, þar sem allar stjörnur helstu stjörnur liðanna léku listir sínar. Félöglin létu vel af heimsókninni til Íslands og höfðu á orði hversu góður Laugardalsvöllurinn var. 

Pep Guardiola, þjálfari Man.City, sagði við fjölmiðla eftir leikinn að hann hyggðist koma sem fyrst aftur til Íslands, þá með fjölskyldu sinni, til að skoða land og þjóð. Hann ætti ekki von á öðru en honum yrði vel tekið. Liðin héldu svo af landi brott á heimaslóðir en enska úrvalsdeildin hefst eftir viku en um helgina er leikið um Samfélagsskjöldinn sem markar upphaf tímabilsins á Englandi. 

KSÍ, félögin og viðburðarstjórnandi Super Match vilja þakka þeim sem komu á Laugardalsvöllinn í dag og skemmtu sér vel en allt fór vel fram og allir fóru heim með bros á vör.


Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög