Mótamál

ÍBV Borgunarbikarmeistari karla árið 2017

Sigruðu FH 1-0 í úrslitaleiknum í dag

12.8.2017

ÍBV sigraði FH 1-0 í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli í dag. Vestmannaeyingar komu öflugir til leiks og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Eina mark leiksins kom á 37. mínútu þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eftir góða skyndisókn og frábæra sendingu frá Kaj Leo í Bartalsstovu. 

FH-ingar komu sterkari til leiks í síðari hálfleik og áttu nokkrar góðar sóknir en Vestmannaeyingar vörðust vel allt til enda og lönduðu sínum fyrsta titli í 19 ár. 

Til hamingju ÍBV

Myndir: Hafliði Breiðfjörð


Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög