Mótamál

Evrópudeild UEFA - FH sækir Braga heim

Seinni leikur félaganna í umspili Evrópudeildarinnar

23.8.2017

Íslandsmeistarar FH mæta Braga frá Portúgal í seinni viðureign félaganna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, fimmtudaginn 24. ágúst.  Leikið verður á Estadio Municipal vellinum í Braga og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Portúgalarnir höfðu betur í fyrri leiknum á Kaplakrikavelli, 1 - 2, eftir að FH hafði haft forystu í leikhléi.  Ljóst er að verkefnið er ærið hjá FH en mikið er í húfi, sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem mörg stórlið verða í pottinum en dregið verður á föstudaginn.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög