Mótamál

Félög hvött til þess að fara yfir leikskýrsluskráningar

Félög þurfa að hafa lokið skráningum á öllum leikskýrslum til að vera gjaldgeng í úrslitakeppni

23.8.2017

Nú fer að síga á seinni hlutann í riðlakeppni Íslandsmóta yngri flokka og eru því úrslitakeppnir handan við hornið.  Mikilvægt er að félög séu með leikskýrsluskráningar á hreinu og vandi til verka þar, ekki síst þau félög sem eru líkleg til að vera í úrslitakeppnum.  

Minnt er á eftirfarandi ákvæði úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

9.7. Félögum ber skylda til að skrá upplýsingar á leikskýrslum í heimaleikjum sínum í gagnagrunn KSÍ sem hér greinir:

  • a) Úrslit leiks skulu skráð strax að leik loknum.
  • b) Allar upplýsingar á  leikskýrslu í meistaraflokki skulu skráðar innan tveggja klukkustunda frá því að leik lýkur.
  • c) Í keppni 7 og 11 manna liða (öðrum en meistaraflokki) skal skrá upplýsingar á leikskýrslu innan sólarhrings frá því að leik lýkur. Nauðsynlegt er að skrá áminningar, brottvísanir og nöfn dómara.
  • d) Til þess að félag geti tekið þátt í úrslitakeppni þarf félagið að hafa lokið skráningu á leikskýrslum allra keppnisliða í viðkomandi aldursflokki.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög