Mótamál

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur gegn ZFK Istanov í dag

Leikurinn hefst klukkan 14:00

25.8.2017

Stjarnan leikur í dag annan leik sinn í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 

Í fyrsta leik sínum unnu þær KÍ frá Færeyjum 9-0, en í dag mæta þær ZFK Istanov frá Makedóníu. Þær töpuðu fyrsta leik sínum 7-0 fyrir Osijek. 

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og er hann leikinn á Gradski vrt í Osijek. 

Sigur í leiknum þýðir að öllum líkindum að það verði úrslitaleikur um fyrsta sæti riðilsins gegn Osijek á mánudaginn næstkomandi.
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan