Mótamál

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur síðasta leik sinn í dag

Gegn ZNK Osijek

28.8.2017

Stjarnan leikur í dag þriðja, og síðasta, leik sinn í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 

Leikur dagsins er gegn ZNK Osijek, en riðillinn fer einmitt fram á heimavelli þess í Króatíu. Hefst leikurinn klukkan 15:00. 

Bæði lið hafa unnið báða sína leiki í riðlinum til þessa og er því um úrslitaleik að ræða um fyrsta sætið. 

Stjarnan er á toppi riðilsins, enda með betri markatölu en ZNK Osijek. Það er til mikils að vinna, enda er liðið sem vinnur riðilinn með öruggt sæti í 32 liða úrslitum.
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan