Mótamál
Stjarnan

Meistaradeild kvenna - Stjarnan í 32 liða úrslit

Dregið í 32 liða úrslitin föstudaginn 1. september

28.8.2017

Stjarnan tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag þegar liðið lagði Osijek frá Króatíu í lokaumferð undanriðilsins sem leikinn var í Króatíu.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir Stjörnuna eftr að markalaust var í leikhléi.  Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sigurmarkið á 69. mínútu leiksins.

Stjarnan var sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn nokkuð öruggur þó svo að leikurinn hafi verið mun jafnari en fyrri tveir leikirnir í riðlinum sem Stjarnan vann með miklum mun.

Dregið verður í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, föstudaginn 1. september, í höfuðstöðvum UEFA og verður Stjarnan þar í pottinum ásamt hinum 9 sigurvegurum undanriðlanna ásamt því félagi sem verður með bestan árangurinn í öðru sæti úr riðlunum tíu.  Einnig verða í pottinum 21 félag sem fara beint í 32 liða úrslitin en þau eru eftirfarandi:

 • Lyon (FRA,) 
 • Wolfsburg (GER)
 • FC Rosengård (SWE) 
 • Barcelona (ESP) 
 • Fortuna Hjørring (DEN) 
 • Bayern München (GER) 
 • Brøndby (DEN) 
 • Rossiyanka (RUS) 
 • Manchester City (ENG) 
 • Glasgow City (SCO) 
 • Zvezda-2005 (RUS) 
 • Brescia (ITA) 
 • Slavia Praha (CZE) 
 • Sparta Praha (CZE) 
 • Linköping (SWE) 
 • Chelsea (ENG)
 • Montpellier (FRA) 
 • LSK Kvinner (NOR)
 • St. Pölten (AUT) 
 • Atlético Madrid (ESP) 
 • Fiorentina (ITA)
Leikirnir fara fram dagana 8/9 nóvember og 15/16 nóvember en leikið er heima og heiman að venju.Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög