Mótamál

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik mætir Legia Varsjá

Leikið heima og heiman, 27. september og 18. október

29.8.2017

Í dag var dregið í fyrstu umferð Ungmennadeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Breiðablik er fulltrúi Íslands í keppninni, sem Íslandsmeistari í 2. flokki karla, og drógust gegn Legia Varsjá frá Póllandi.


Fyrri leikurinn verður leikinn í Varsjá, 27. september en sá seinni á Kópavogsvelli, 18. október.  Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir sigurvegaranum úr viðureign Hammarby og Ajax en Blikar léku einmitt gegn hollenska liðinu í keppninni á síðasta tímabili.Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan