Mótamál

Pepsi kvenna - 15. umferð klárast með fjórum leikjum

30.8.2017

15. umferð Pepsi deildar kvenna klárast í dag, miðvikudaginn 30. ágúst, með fjórum leikjum.

Þeir eru: 

KR – Breiðablik á Alvogenvellinum klukkan 18:00. 

Grindavík – Valur á Grindavíkurvelli klukkan 18:00. 

Haukar – Fylkir á Gaman Ferða vellinum klukkan 19:15. 

Stjarnan – FH á Samsung vellinum klukkan 20:00. 

KR og Breiðablik mætast á Alvogenvellinum, en KR er sjö stigum fyrir ofan Fylki þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Á sama tíma er Breiðablik í 3. sæti átta stigum á eftir Þór/KA og geta því með sigri hér endað daginn aðeins fimm stigum frá toppnum. 

Grindavík og Valur mætast á Grindavíkurvelli. Valur situr í 4. sæti og hafa verið á fínu skriði undanfarið og unnið síðustu þrjá leiki sína, þar á meðal Stjörnuna og Breiðablik. Á sama tíma er Grindavík í fínum málum í 7. sæti. 

Haukar og Fylkir mætast á Gaman Ferða vellinum í slag neðstu liðanna. Haukar eru nánast fallnar á meðan Fylkir gætu verið aðeins fjórum stigum á eftir KR í lok leiks. 

Stjarnan og FH mætast síðan í síðasta leik dagsins í leik liðanna í 5. og 6. sæti. Þetta er fyrsti leikur Stjörnunnar eftir að hafa tekið þátt í forkeppni meistaradeildarinnar, þar sem þær tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar.

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög