Mótamál

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst um helgina

8-liða úrslit hefjast laugardaginn 2. september

1.9.2017

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst um helgina, laugardaginn 2 .september, og fara fram fjórir leikir klukkan 14:00. 

Leikirnir eru: 

KH - Ýmir á Valsvelli. 

Hvíti Riddarinn - Álftanes á Tungubakkavelli. 

ÍH - Kórdrengir á Ásvöllum. 

Árborg - Augnablik á JÁVERK-vellinum. 

Frekari upplýsingar um úrslitakeppnina má sjá hér 

Þess má geta að þegar leikið er í úrslitakeppninni er leikið til þrautar eins og kemur fram í reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót: 

22.4. Þegar leikið er til þrautar í útsláttarfyrirkomulagi þannig að leikið er í tveimur leikjum, heima og heiman, þar kemst það lið áfram, sem skorað hefur fleiri mörk samanlagt í báðum leikjum viðkomandi liða. Fáist ekki úrslit þannig, skal það lið komast áfram sem skorað hefur fleiri mörk á útivelli. Fáist ekki úrslit þannig, skal framlengt í síðari leik liðanna og sé enn jafnt (enn gildir, að það lið kemst áfram sem skorað hefur fleiri mörk á útivelli), skulu úrslitin ráðin með vítaspyrnukeppni. 

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan