Mótamál

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir Rossijanka frá Rússland í 32 liða úrslitum

Fyrri leikurinn fer fram hér á landi 4. eða 5. október

1.9.2017

Dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar kvenna í dag og var Stjarnan í neðri styrkleikaflokki. Garðbæingar drógust gegn Rossijanka frá Rússlandi, en þess má geta að árin 2014 og 2015 dróst Stjarnan í bæði skiptin gegn liði frá Rússlandi í 32 liða úrslitum. 

Þá voru andstæðingar þess Zvezda 2005. Fyrri viðureign liðanna fer fram á Íslandi og verður leikin 4. eða 5. október næstkomandi og sú síðari síðan viku síðar.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög