Mótamál

Borgunarbikar kvenna - Miðasala hefst í dag, mánudag, klukkan 12:00

Leikurinn fer fram laugardaginn 9. september

4.9.2017

Stjarnan og ÍBV leika í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 9. september nk. 

Miðasala á leikinn hefst í dag, mánudag, klukkan 12:00 á midi.is. Hægt er að komast á miðasöluna hér fyrir neðan.

Midasala 

Stjarnan vann Val í undanúrslitum og ÍBV komst áfram eftir sigur gegn Grindavík. 

Liðin hafa mæst tvisvar í sumar og lauk báðum leikjum með jafntefli. 

Stjarnan hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2015 þegar liðið lagði Selfoss 2-1. 

ÍBV hefur einu sinni orðið bikarmeistari en það var árið 2004. ÍBV sigraði þá Val 2-0.

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan