Mótamál

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna - Stjarnan og ÍBV mætast í dag

Leikurinn hefst klukkan 17:00

6.9.2017

Stjarnan og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Hefst leikurinn klukkan 17:00.

Stjarnan vann Val í undanúrslitum og ÍBV komst áfram eftir sigur gegn Grindavík. 

Liðin hafa mæst tvisvar í sumar og lauk báðum leikjunum með jafntefli.

Leið Stjörnunnar í úrslitin:

16 liða úrslit: KR - Stjarnan 1-5

8 liða úrslit: Stjarnan - Þór/KA 3-2

Undanúrslit: Stjarnan - Valur 1-0 

Leið ÍBV í úrslitin:

16 liða úrslit: Selfoss - ÍBV 0-1

8 liða úrslit: ÍBV - Haukar 1-0

Undanúrslit: ÍBV - Grindavík 1-1 (4-2 eftir vítaspyrnukeppni)

Stjarnan hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2015 þegar liðið lagði Selfoss 2-1. 

ÍBV hefur einu sinni orðið bikarmeistari en það var árið 2004. ÍBV sigraði þá Val 2-0. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins, var þá þjálfari ÍBV.

Þetta er í fimmta sinn sem liðin mætast í Bikarkeppni KSÍ og hafa bæði lið unnið tvo leiki.

Dómarar

Blað verður brotið í sögu bikarkeppninnar, en í fyrsta sinn verður kona dómari úrslitaleiksins. 

Bríet Bragadóttir dæmir leikinn og henni til aðstoðar verða Eðvarð Eðvarsson og Gunnar Helgason.

Miðasala

Hægt er að kaupa miða á leikinn hér fyrir neðan og er miðaverð eftirfarandi:

Fullorðnir - 2000 krónur.

16 ára og yngri - 500 krónur.

10 ára og yngri - frítt inn

Midasala 

Leikskrá fyrir er leikinn er komin út og hægt er að skoða hana hér að neðan:

Leikskrá


Allir á völlinn!

Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan