Mótamál

Inkasso - Keflavík getur tryggt sér sæti í Pepsi deild karla

Tveir leikir á laugardaginn

7.9.2017

Heil umferð fer fram í vikunni í Inkasso-deildinni og eru leikirnir þessir: 

20. umferð 

Fimmtudagur 7. september 

Keflavík – Grótta á Nettóvellinum klukkan 17:30. 

Leiknir R. – ÍR á Leiknisvelli klukkan 17:30. 

Fylkir – Þróttur R. á Floridana vellinum klukkan 17:30. 

Fram – Selfoss á Laugardalsvelli klukkan 19:15. 

Laugardagur 9. september

Leiknir F. – Haukar í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 14:00. 

HK – Þór í Kórnum klukkan 17:00. 

Stórleikur umferðarinnar er án efa Fylkir – Þróttur R. Heimamenn eru í 2. sæti með 39 stig á meðan Þróttur R. er í 3. sæti þegar þrír leikur eru eftir. Með sigri nálgast Fylkismenn Pepsi deildina, en í augnablikinu hefur Fylkir 12 mörkum betri markatölu en Þróttur R. 

Keflavík, sem situr í efsta sæti, mætir Gróttu á Nettóvellinum. Grótta er í næstneðsta sæti deildarinnar. Ef Grótta tapar er liðið fallið. Á sama tíma er Keflavík með eins stigs forskot á Fylki, og fjögurra stiga forskot á Þrótt R. Þetta er því mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið, en Keflavík getur tryggt sér sæti í Pepsi deildinni ef þeir vinna sinn leik og Fylkir vinnur Þrótt R. 

Leiknir R. og ÍR mætast í baráttunni um Breiðholtið og fer leikurinn fram á Leiknisvelli. Leiknir R. er í góðri stöðu um miðja deild meðan ÍR er nokkuð öruggt með sæti sitt í deildinni, en þeir eru sjö stigum frá fallsæti þegar aðeins níu stig eru í pottinum. 

Fram og Selfoss mætast síðan í síðasta leik dagins á Laugardalsvelli. Leikurinn er barátta liðanna í 8. og 9. sæti deildarinnar, Fram hefur 26 stig meðan Selfoss hefur 24.

Leiknir F. og Haukar mætast í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn. Heimamenn eru níu stigum frá öruggu sæti og þurfa því að vinna síðustu þrjá leiki sína, og vinna upp 23 mörk á ÍR. Haukar eiga hins vegar ennþá tölfræðilegan möguleika á að komast upp í Pepsi deildina, en liðið er sex stigum frá Fylki. 

HK og Þór mætast síðan í seinni leik laugardagsins og fer leikurinn fram í Kórnum. Liðin sitja í 5. og 6. sæti, HK með 33 stig og Þór með 30.

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan