Mótamál

Pepsi deild karla - Heil umferð um helgina

Tveir leikir á laugardag og fjórir á sunnudag

9.9.2017

Heil umferð fer fram í Pepsi deild karla á laugardag og sunnudag og eru þetta leikir 18. umferðar:

Laugardagurinn 9. september 

KR – ÍBV á Alvogenvellinum klukkan 14:00 

Víkingur Ó. – Fjölnir á Ólafsvíkurvelli klukkan 16:30 

Sunnudagurinn 10. september 

ÍA – KA á Norðurálsvellinum klukkan 17:00 

Víkingur R. – Stjarnan á Víkingsvelli klukkan 17:00 

FH – Grindavík á Kaplakrikavelli klukkan 17:00 

Valur – Breiðablik á Valsvelli klukkan 19:15 

KR situr í þriðja sæti, þó FH eigi reyndar leik til góða, og geta með sigri mögulega nálgast Stjörnuna enn frekar. Á meðan er ÍBV í næst neðsta sæti deildarinnar og þarf nauðsynlega á stigum að halda í fallbaráttunni. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Vestmannaeyjum, 3-1. 

Víkingur Ó. og Fjölnir eru í 9.- og 10. sæti deildarinnar jöfn að stigum, með 19 stig, aðeins þremur stigum á undan ÍBV. Það má því fullyrða að þetta sé mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið í fallbaráttunni og gæti sigurliðið farið langt með að tryggja sæti sitt í deildinni að ári. Fyrri leikur liðanna endaði 1-1. 

ÍA og KA mætast uppi á Skaga. ÍA er langneðst, sex stigum frá ÍBV og níu frá Víking Ó. og Fjölni, og þarf svo sannarlega á þremur stigum að halda hér, en aðeins fimm leikir eru eftir. KA situr á meðan í sjötta sæti og gæti ennþá blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Fyrri leikur liðanna endaði 0-0. 

Víkingur R. tekur á móti Stjörnunni á Víkingsvelli. Víkingur er í 8. sæti með 22 stig á meðan Stjarnan er í öðru sæti með 30 stig. Stjarnan er sjö stigum á eftir toppliði Vals og þarf því á þremur stigum að halda hér. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir Víking R. 

FH og Grindavík mætast í Kaplakrika, en þau sitja í fjórða og fimmta sæti deildarinnar, þó FH eigi reyndar leik til góða. Baráttan um sæti í Evrópu er hörð og því er um að ræða mjög mikilvægan leik fyrir bæði lið. Fyrri leikur liðanna endaði 1-1. 

Valur og Breiðablik mætast síðan í síðasta leik umferðarinnar. Blikar eiga enn möguleika á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti á meðan Valur situr á toppnum með sjö stiga forskot og ekkert virðist ætla að stoppa þá. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir Val.

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan