Mótamál

ÍBV Borgunarbikarmeistari 2017

Sigraði Stjörnuna 3-2 í framlengdum leik

9.9.2017

ÍBV varð í dag Borgunarbikarmeistari kvenna eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik. ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins fjögurra mínútna leik en þar var að verki Cloé Lacasse.

Þær Agla María Albertsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu svo sitthvort markið fyrir Stjörnuna undir lok fyrri hálfleiksins og var staðan 2-1 fyrir Stjörnuna í hálfleik. 

Stjarnan virtist vera að sigla bikarnum heim þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði fyrir ÍBV á 89. mínútu og þurfti því að framlengja leiknum. 

Það var svo Sigríður Lára Garðarsdóttir sem tryggði ÍBV titilinn í ár úr vítaspyrnu á 112. mínútu. TIL HAMINGJU ÍBV


Mótamál
Aðildarfélög
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan