Mótamál

Pepsi deild karla - Fimm leikir í dag

Valur getur orðið Íslandsmeistari í dag

17.9.2017

Fimm leikir fara fram í Pepsi deild karla í dag og getur Valur orðið Íslandsmeistari með sigri í leik sínum gegn Fjölni. 

Leikir dagsins eru: 

KR - KA á Alvogenvellinum klukkan 16:00 

ÍA - Stjarnan á Norðurálsvellinum klukkan 16:00 

FH - ÍBV á Kaplakrikavelli klukkan 16:00 

Grindavík - Breiðablik á Grindavíkurvelli klukkan 16:00 

Valur - Fjölnir á Valsvelli klukkan 19:15 

KR bíður KA velkomna í Vesturbæinn, en KR á ennþá góðan möguleika á sæti í Evrópukeppni að ári, en liðið er með 29 stig í fjórða sæti, á meðan KA situr einu sæti neðar með 25 stig. Fyrri leikur liðanna endaði 3-2 fyrir KR. 

ÍA og Stjarnan mætast á Skaganum en bæði lið verða að vinna þennan leik. ÍA til þess að eiga enn möguleika á að bjarga sæti sínu í Pepsi deildinni. Stjarnan til að eiga enn möguleika á titlinum ef Valur tapar stigum í dag. Fyrri leikur liðanna endaði 2-2. 

FH og ÍBV mætast í Kaplakrika. FH situr í þriðja sæti þremur stigum á eftir Stjörnunni, en eiga þó leik til góða. ÍBV hefur verið í góðu formi undanfarið og er komið í níunda sæti. Fyrri leikur liðanna endaði 1-0 fyrir FH. 

Grindavík og Breiðablik mætast í Grindavík. Liðin sitja í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar og er Grindavík einu stigi ofar en Blikar. Það er stutt niður í fallbaráttuna og því er um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið. Fyrri leikur liðanna endaði 0-0. 

Valur og Fjölnir mætast í síðasta leik dagsins á Valsvelli og gætu Valsmenn verið orðnir Íslandsmeistarar ef FH tapar og Stjarnan tapar stigum. Fjölnir er hins vegar í mikilli fallbaráttu, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Fyrri leikur liðanna endaði 1-1. 

Allir á völlinn!
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög